MiMi- Tákn með tali

Tákn með tali hefur verið áberandi í leikskólanum síðustu misseri og við viljum halda áfram að nota það. Sóley fór því á námskeið hjá Hönnu Kristínu sem nýverið gaf út bækurnar um hann MiMi. Þessar bækur eru núna 7 talsins en 3 í viðbót eru væntanlegar innan skamms. Hver bók er með þema og munum við taka fyrir táknin í hverri bók fyrir sig og hvetja börnin til að tjá sig með hjálp táknanna, sum kunna nú þegar þó nokkur tákn. Þetta er mjög spennandi verkefni og hvet ég foreldra til að skoða heimasíðuna um MiMi, http://www.mimibooks.is/ og facebooksíðuna Mimi creations. Gaman væri líka ef foreldrar geta keypt þessar bækur til að vinna með þetta heima og þá nota sömu tákn og við erum að innleiða hverju sinni hér í leikskólanum. Þetta eru litlar harðspjaldabækur sem eru einfaldar og skemmtilegar. Foreldrar munu fá í tölvupósti hvaða bók og tákn við erum að leggja inn hverju sinni.