Verðlaun í NKG

Nemandi í 6. bekk úr Brúarásskóla Ásgeir Máni Ragnarsson komst með hugmynd sína áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hugmynd hans ásamt öðrum, samtals 25 hugmyndum komust í úrslit og unnu nemendur að hugmynd sinni í tveggja daga smiðju í Reykjavík. Lokahóf keppninnar var þriðjudaginn 21. maí, þar mættu forsetinn og menntamálaráðherra og veittar voru viðurkenningar til allra nemenda ásamt verðlaunum í nokkrum flokkum og síðan 1.2. og 3. sæti. Ásgeir Máni náði 3. sæti með hugmyndina sína Hólfið sem er hólfaskiptur drykkjarbrúsi. Við óskum honum til hamingju.