Vel heppnuð haustferð

Nemendur 6.-10. bekkjar í Stórurð
Nemendur 6.-10. bekkjar í Stórurð

Haustferð Brúarásskóla síðastliðinn fimmtudag heppnaðist vel í alla staði. 1.-5. bekkkur gekk ásamt þremur starfsmönnum áleiðis til Stapavíkur og stóð hópurinn sig með prýði. Á sama tíma gengu nemendur í 6.-8. bekk ásamt nokkrum starfsmönnum skólans  alla leið í Stórurð. Lagt var af stað frá Njarðvík í mikilli þoku uppúr kl. 10 um morguninn en fljótlega eftir að komið var í Urðina í hádeginu birti til og hin stórbrotna náttúra svæðisins blasti við gönguhópnum. Hópurinn naut veðurblíðunar í Urðinni í u.þ.b. klukkustund áður en gengið var til baka til Njarðvíkur. Það verður að teljast mjög vel af sér vikið hjá öllum nemendum að ljúka þessari krefjandi göngu. Um nóttina gisti hópurinn í Fjarðarborg á Borgarfirði og daginn eftir var farið uppá Álfaborg og í fjöruferð áður en haldið var heim í Brúarás.

Myndir af nemendum í 1.-5. bekk