Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Bekkurinn styllti sér upp fyrir myndatöku að útskrift lokinni með Kristínu Högnadóttur umsjónarkenna…
Bekkurinn styllti sér upp fyrir myndatöku að útskrift lokinni með Kristínu Högnadóttur umsjónarkennara sínum.

Föstudaginn 2. júní fóru skólaslit Brúarásskóla fram með pompi og pragt. Við athöfnina fengu allir nemendur skólans afhendar einkunnir sínar og inn á milli fluttu nemendur Tónlistarskóla Norður- Héraðs tónlistaratriði. Hápunktur skólaslita á hverju ári er yfirleitt útskrift 10. bekkjar. Það er stór áfangi  að ljúka 10 ára grunnskólagöngu sinni og halda á vit nýrra ævintýra og að þessu sinni gerðu það fimm nemendur Brúarásskóla.  Við þökkum þeim kærlega fyrir samfylgdina undanfarin ár og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.