Páskafrí

Nemendur í 6.-10. bekk Brúarásskóla enduðu skóladaginn í útiíþróttum þar sem farið var í ratleik. Þar sem páskarnir eru rétt handan við hornið og páskafríið nálgast okkur með hraði ákváðum við að hafa ratleik þar sem páskaegg voru fjársjóðurinn.

Nemendur voru kátir með þetta og fara glaðir í páskafrí. Vegna starfsmannaferðar er páskarfríið örlítið lengra og við sjáumst því hress og kát 29. apríl. 

Óskum ykkur gleðilegra páska og vonumst til að þið fáið nóg af súkkulaði og slakið vel á!