Legókeppnin

Þann 9. nóvember sl. lögðu nemendur í 8.-10. bekk land undir fót og fóru til Reykjavíkur til að taka þátt í Legókeppninni. Á föstudeginum var farið í heimsókn í Ríkisútvarpið þar sem nemendur voru m.a. staddir inn í hljóðveri Rásar tvö í beinni útsendingu. Stúdíóin og fréttastofan vöktu mikla athygli. Það var einnig mjög gaman að koma inn í búningaherbergið sem er eitt af því stærsta á Íslandi. Síðar sama dag fóru nemendur á Þjóðminjasafnið þar sem austfirskir fornmunir og færiband tímans vöktu mikla athygli. Þar gafst þeim líka tækifæri að leika sér með ritvélar og myndkíkja. Seinnipart dagsins var farið í Smáralindina og Fótboltagarðinn.

Keppnin First Lego League Ísland – Challenge fór fram á laugardaginn 11. nóvember og byrjaði kl. 8:00 og til kl. 16:00. Bæði liðin stóðu sig mjög vel og sýndu liðsheild, bæði innan liða og innan alls hópsins. Um kvöldið var farið í Lasertak. Það voru þreyttir og glaðir unglingar sem keyrðu heim á sunnudeginum.

Nemendur voru til sóma alls staðar sem þeir komu.