Foreldradagur þriðjudaginn 22. ágúst

Skólaár grunnskólans hér í Brúarási hefst með foreldradegi þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá mæta nemendur í sína heimastofu með foreldrum og hitta þar umsjónarkennara, skólastjóra og fleiri sem koma að kennslu þeirra hóps. Í vetur verður nemendum skipt í þrjá umsjónarhópa. Nemendur í 1.-5. bekk verða saman í stofu á neðri hæð sem í vor fékk heitið Eyjasel og umsjónarkennari þess hóps verður Sarah Skindbjerg Larsen. 6.-8. bekkur verður saman í stofu á efri hæð sem heitir nú Hrúthamrasel og umsjónarkennari þess hóps verður Þórey Eiríksdóttir. 9.-10. bekkur verður saman annari í stofu á efri hæðinni seim heitir nú Sleðbrjótssel og umsjónarkennari þess hóps verður Kristín Högnadóttir.

Tímasetningar á þriðjudag verða eftirfarandi:

9.-10. bekkur kl. 13:00 í Sleðbrjótsseli

6.-8. bekkkur kl. 13:30 í Hrúthamraseli

1.-5. bekkur kl. 14:00 í Eyjaseli

Hefðbundið skólastarf hefst svo daginn eftir miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:55.