Ævar Þór las úr bókinni Skólastjórinn

Ævar Þór kom í skólann og las úr bók sinni Skólastjórinn. Krakkarnir sýndu upplestri hans mikinn áhuga og þeim var þakkað sérstaklega fyrir að hafa gott hljóð á meðan á upplestrinum stóð. Nemendur voru duglegir að spyrja og koma með tillögur að því hvernig skólinn ætti að vera ef þeir fengu að vera skólastjórinn einn dag.